Handbolti í hjólastólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:00 Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR ætla að skella sér í hjólastólana. Fréttablaðið/Valli Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907. Íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907.
Íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Sjá meira