Leiklistarbakterían fjölskylduveira Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2013 07:00 Róbert Óliver Gíslason hefur smitast af leiklistarbakteríunni frá foreldrum sínum, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnari Jónssyni, en hann heldur til Los Angeles í leiklistarnám í haust. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég ætlaði aldrei að verða leikari og stóð fastur á þeirri ákvörðun minni þangað til fyrir tveimur árum,“ segir hinn tvítugi Róbert Óliver Gíslason, sem hefur fengið inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles. Róbert heldur út í ágúst en námið er þriggja ára BA-nám. Hann ætlaði aldrei að leiðast út á leiklistarbrautina þrátt fyrir að vera kominn af mikilli leiklistarfjölskyldu. Foreldrar hans eru leiklistarfólkið Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson og bróðir hans er leikarinn Björgvin Frans Gíslason. „Ég hef verið spurður svona átta billjón sinnum yfir ævina hvort ég ætli ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar en alltaf neitað. Svo fyrir svona tveimur árum skráði ég mig á leiklistarnámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Held að ég geti ekki flúið þetta lengur,“ segir Róbert, sem vinnur sem vaktstjóri á Tokyo Sushi í Glæsibæ. „Foreldrar mínir eru voða spenntir fyrir mína hönd þó að þetta hafi komið þeim svolítið á óvart.“ Í skólanum fetar Róbert í fótspor heimþekktra leikara á borð við Marlon Brando, Robert De Niro og Sölmu Hayek. Ekki er hefðbundið inntökuferli inn í skólann en Róbert segir fyrsta árið vera í raun eitt stórt inntökupróf. „Maður þarf að vera á tánum allan tímann því að skólinn getur rekið mann eftir fyrsta árið. Ég hef farið í eitt viðtal í gegnum Skype en þar var í raun bara verið að athuga með tungumálið,“ segir Róbert sem er með bandaríska hreiminn á hreinu þar sem hann dvaldi eitt ár með föður sínum í Bandaríkjunum þegar hann var 14 ára. „Bróðir minn er búsettur með fjölskyldu sinni í Minneapolis en það er fínt að vita af honum þarna því að ég fer út einn.“ Róbert hefur talað inn á um 300 barnaþætti um Dodda í Leikfangalandi.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira