Byggir litla heima í kringum lög frænku Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 14. apríl 2013 21:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira