Hef verið heppinn hingað til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. Fréttablaðið/Valli Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15