Skipsflautur opna Listahátíð Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Konurnar á bak við Listahátíð; Steinunn Þórhallsdóttir kynningarstjóri, Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi, og Auður Rán Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar. Fréttablaðið/GVA Listahátíð í Reykjavík verður sett með nýju verki á miðbakka Reykjavíkur föstudaginn 17. maí. Fluttur verður skipsflautukonsertinn Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur. Þá er blásið í skipslúðra skipanna í Reykjavíkurhöfn eftir fyrirmælum höfundarins, sem verður búinn talstöð og mun stjórna flotanum í verki sem vart mun fara fram hjá fólki í nágrenninu. Lokatriði hátíðarinnar verður einnig tónverk, en af allt öðrum toga. Það er skrifað fyrir Eldborg og önnur hljóðfæri ekki notuð við flutning þess. Það eru Ilan Volkov og Hlynur Aðils Vilmarsson eru höfundar verksins sem verður flutt af kanópíunni, stóru smíðisvirki yfir sviði Eldborgar sem má færa upp og niður til að breyta hljómburði í salnum. Þess á milli verða margvísleg atriði sem spanna vítt svið lista; tónleikar, myndlistarsýningar, gjörningar og dans. „Áhersla Listahátíðar í Reykjavík í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast; á tilurð nýrra verka og endurgerð eldri verka, á nýsköpun, en einnig á söguna sem uppsprettu andagiftar," sagði Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, við kynningu hennar í Sólheimasafni í gærdag en Hanna segir styrkleika Listahátíðar meðal annars felast í fjölbreytninni. Sú fjölbreytni birtist meðal annars „í óvenjulegum fjölda listamanna, innlendra og erlendra, sem taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni, en einnig í áherslu hátíðarinnar á margbreytilega upplifun áhorfandans." Þess má geta að hátt á sjötta hundrað listamenn taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár, frá um þrjátíu löndum. Sýningarstaðir eru margir, meðal annars Harpa, Norræna húsið, Listasafn Íslands og Hafnarborg. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík verður sett með nýju verki á miðbakka Reykjavíkur föstudaginn 17. maí. Fluttur verður skipsflautukonsertinn Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur. Þá er blásið í skipslúðra skipanna í Reykjavíkurhöfn eftir fyrirmælum höfundarins, sem verður búinn talstöð og mun stjórna flotanum í verki sem vart mun fara fram hjá fólki í nágrenninu. Lokatriði hátíðarinnar verður einnig tónverk, en af allt öðrum toga. Það er skrifað fyrir Eldborg og önnur hljóðfæri ekki notuð við flutning þess. Það eru Ilan Volkov og Hlynur Aðils Vilmarsson eru höfundar verksins sem verður flutt af kanópíunni, stóru smíðisvirki yfir sviði Eldborgar sem má færa upp og niður til að breyta hljómburði í salnum. Þess á milli verða margvísleg atriði sem spanna vítt svið lista; tónleikar, myndlistarsýningar, gjörningar og dans. „Áhersla Listahátíðar í Reykjavík í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast; á tilurð nýrra verka og endurgerð eldri verka, á nýsköpun, en einnig á söguna sem uppsprettu andagiftar," sagði Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, við kynningu hennar í Sólheimasafni í gærdag en Hanna segir styrkleika Listahátíðar meðal annars felast í fjölbreytninni. Sú fjölbreytni birtist meðal annars „í óvenjulegum fjölda listamanna, innlendra og erlendra, sem taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni, en einnig í áherslu hátíðarinnar á margbreytilega upplifun áhorfandans." Þess má geta að hátt á sjötta hundrað listamenn taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár, frá um þrjátíu löndum. Sýningarstaðir eru margir, meðal annars Harpa, Norræna húsið, Listasafn Íslands og Hafnarborg.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira