Grant semur tónlist fyrir íslenskt leikrit Freyr Bjarnason skrifar 6. apríl 2013 14:00 Frá vinstri: John Grant, Snorri Engilbertsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, leikmyndahönnuðurinn Eva Berger og Una Þorleifsdóttir. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant semur tónlistina í leikritinu Getum við hætt að tala um Noreg? sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og höfundur verksins er Mikael Torfason. „Við Mikael erum bæði mjög hrifin af tónlistinni hans og við ákváðum að sjá hvort hann hefði áhuga á að starfa með okkur. Hann hafði það og við vorum svo heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Una. Þetta verður í fyrsta sinn sem Grant semur tónlist fyrir leikhús og að sögn Unu er hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Hann hafði áhuga á að starfa í þessum miðli. Þetta var nýtt fyrir honum og honum fannst þetta mjög spennandi.“ Grant hefur fengið mjög góða dóma bæði hér heima og erlendis fyrir nýjustu plötu sína, Pale Green Ghosts, sem var hljóðrituð hér á landi. Getum við hætt að tala um Noreg? fjallar um samband ungs pars og hvernig pör almennt geta misst stjórn á samskiptum sínum. „Þau fara inn í rútínu sem er á einhvern hátt ofbeldisfull, bæði andlega og líkamlega,“ segir Una. Með aðalhlutverk fara Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. Þrátt fyrir nafn verksins segir hún Noreg ekki vera áberandi í því. „Í sjálfu sér ekki, nema kannski sem hugmynd um fyrirheitna landið. Að flýja eitthvert annað til að fá lausn á vandamálunum.“ Una er lektor við Listaháskóla Íslands og hefur leikstýrt töluvert í Nemendaleikhúsinu. Næst stýrir hún verkinu Nú er himneska sumarið komið, eftir Sigtrygg Magnason, sem verður frumsýnt í Árbæjarsafni 13. apríl. Getum við hætt að tala um Noreg? er fyrsta leikritið sem Una leikstýrir á stóru sviði. „Þetta verður mjög spennandi verkefni. Bæði eru þetta ný, íslensk skrif úr samtímanum og það er líka spennandi að fá tækifæri til að vinna í þessu húsi og með þessum ungu leikurum.“ Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant semur tónlistina í leikritinu Getum við hætt að tala um Noreg? sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og höfundur verksins er Mikael Torfason. „Við Mikael erum bæði mjög hrifin af tónlistinni hans og við ákváðum að sjá hvort hann hefði áhuga á að starfa með okkur. Hann hafði það og við vorum svo heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Una. Þetta verður í fyrsta sinn sem Grant semur tónlist fyrir leikhús og að sögn Unu er hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Hann hafði áhuga á að starfa í þessum miðli. Þetta var nýtt fyrir honum og honum fannst þetta mjög spennandi.“ Grant hefur fengið mjög góða dóma bæði hér heima og erlendis fyrir nýjustu plötu sína, Pale Green Ghosts, sem var hljóðrituð hér á landi. Getum við hætt að tala um Noreg? fjallar um samband ungs pars og hvernig pör almennt geta misst stjórn á samskiptum sínum. „Þau fara inn í rútínu sem er á einhvern hátt ofbeldisfull, bæði andlega og líkamlega,“ segir Una. Með aðalhlutverk fara Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. Þrátt fyrir nafn verksins segir hún Noreg ekki vera áberandi í því. „Í sjálfu sér ekki, nema kannski sem hugmynd um fyrirheitna landið. Að flýja eitthvert annað til að fá lausn á vandamálunum.“ Una er lektor við Listaháskóla Íslands og hefur leikstýrt töluvert í Nemendaleikhúsinu. Næst stýrir hún verkinu Nú er himneska sumarið komið, eftir Sigtrygg Magnason, sem verður frumsýnt í Árbæjarsafni 13. apríl. Getum við hætt að tala um Noreg? er fyrsta leikritið sem Una leikstýrir á stóru sviði. „Þetta verður mjög spennandi verkefni. Bæði eru þetta ný, íslensk skrif úr samtímanum og það er líka spennandi að fá tækifæri til að vinna í þessu húsi og með þessum ungu leikurum.“
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira