Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 07:00 Elsa Sæný fagnar hér eftir að hafa stýrt karlaliði HK til sigurs í Asics-bikarnum.fréttablaðið/stefán Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp." Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp."
Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10
Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48