„Blekktu samfélagið í heild“ Stígur Helgason skrifar 20. mars 2013 07:00 Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt." Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt."
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira