Skemmtilegt hliðarspor Trausti Júlíusson skrifar 21. mars 2013 12:00 Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Gagnrýni Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Atoms For Peace. Amok. XL. Atoms For Peace er nýjasta verkefni Thoms Yorke söngvara Radiohead. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upptökustjóri Radiohead, trommuleikarinn Joey Waronker, slagverksleikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassalínur. Ofan á grunnana eru svo syntaslaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu, en vankantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmtilegt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð, en lagasmíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Niðurstaða: Ferskir og flottir taktar frá Thom Yorke og félögum, en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari.
Gagnrýni Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira