Landslög hafa engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 08:30 Nemanja Malovic spilaði með Haukum á síðasta tímabili og var með öll tilskilin leyfi til að vera hér á landi þá.fréttablaðið/stefán Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira