Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm." Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm."
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira