Fín endurkoma til Oz Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira