Jóhannes leikstýrir þáttum um Ladda Freyr Bjarnason skrifar 5. mars 2013 06:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum um Ladda sem verða sýndir í apríl. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum um Ladda. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson koma einnig við sögu. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum sem verða sýndir á Stöð 2 í apríl. Þar ræðir hann við kollega sína af eldri kynslóðinni, þá Ladda, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson sem standa á bak við einleikinn Laddi lengir lífið sem verður frumsýndur í Hörpu 5. apríl. Þar fá áhorfendur í fyrsta sinn að kynnast Ladda í eigin persónu. "Ég hef verið að vinna með þessum mönnum síðastliðin ár við mismunandi tækifæri. Nú síðast lékum við Laddi saman í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Það er svo hrikalega gaman og fáránlega áhugavert að tala við þessa menn um það sem snýr að okkar fagi og í raun um hvað sem er. Þeir hafa frá svo mörgu að segja, þeir hafa svo mikla reynslu og mér hefur þótt svo afskaplega vænt um að fá að eiga þessi samtöl við þessa menn," segir Jóhannes Haukur um þessa nýju þætti. Þeir verða að öllum líkindum þrír talsins og verður hver þeirra hálftíma langur. Áætlað er að sýna fyrsta þáttinn fyrir frumsýninguna á Laddi lengir lífið. Þetta verður fyrsta leikstjóraverkefni Jóhannesar Hauks síðan hann útskrifaðist sem leikari úr Listaháskólanum. "Þegar ég heyrði af þessu verkefni þeirra þriggja, datt mér í hug að reyna að fanga þessa stemningu sem ég upplifi með þeim og miðla henni til fólksins heima í stofu. Mér þótti áhugavert að Laddi væri í raun að byrja upp á nýtt í þessari sýningu, og styðst ekki við gömlu karakterana. Það er ekkert sjálfgefið að listamenn nenni að standa í því að finna sig upp á nýtt eftir sextugsaldurinn," segir hann. Jóhannes bætir við að verkefnið hafi aðeins undið upp á sig. "Við fórum t.d. á stúfana með Ladda þar sem hann var að prófa eitthvað af nýja efninu á uppistandssýningu hjá Mið-Íslandi. Við fengum að kynnast því hvernig eitt stykki einleikur með Ladda, bara nýtt efni, verður til," segir hann. "Þetta var með afbrigðum áhugaverð stúdía fyrir mig og ég er ekki í nokkrum vafa um að áhorfendur heima í stofu muni hafa gagn og gaman af." Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum um Ladda. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson koma einnig við sögu. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum sem verða sýndir á Stöð 2 í apríl. Þar ræðir hann við kollega sína af eldri kynslóðinni, þá Ladda, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson sem standa á bak við einleikinn Laddi lengir lífið sem verður frumsýndur í Hörpu 5. apríl. Þar fá áhorfendur í fyrsta sinn að kynnast Ladda í eigin persónu. "Ég hef verið að vinna með þessum mönnum síðastliðin ár við mismunandi tækifæri. Nú síðast lékum við Laddi saman í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Það er svo hrikalega gaman og fáránlega áhugavert að tala við þessa menn um það sem snýr að okkar fagi og í raun um hvað sem er. Þeir hafa frá svo mörgu að segja, þeir hafa svo mikla reynslu og mér hefur þótt svo afskaplega vænt um að fá að eiga þessi samtöl við þessa menn," segir Jóhannes Haukur um þessa nýju þætti. Þeir verða að öllum líkindum þrír talsins og verður hver þeirra hálftíma langur. Áætlað er að sýna fyrsta þáttinn fyrir frumsýninguna á Laddi lengir lífið. Þetta verður fyrsta leikstjóraverkefni Jóhannesar Hauks síðan hann útskrifaðist sem leikari úr Listaháskólanum. "Þegar ég heyrði af þessu verkefni þeirra þriggja, datt mér í hug að reyna að fanga þessa stemningu sem ég upplifi með þeim og miðla henni til fólksins heima í stofu. Mér þótti áhugavert að Laddi væri í raun að byrja upp á nýtt í þessari sýningu, og styðst ekki við gömlu karakterana. Það er ekkert sjálfgefið að listamenn nenni að standa í því að finna sig upp á nýtt eftir sextugsaldurinn," segir hann. Jóhannes bætir við að verkefnið hafi aðeins undið upp á sig. "Við fórum t.d. á stúfana með Ladda þar sem hann var að prófa eitthvað af nýja efninu á uppistandssýningu hjá Mið-Íslandi. Við fengum að kynnast því hvernig eitt stykki einleikur með Ladda, bara nýtt efni, verður til," segir hann. "Þetta var með afbrigðum áhugaverð stúdía fyrir mig og ég er ekki í nokkrum vafa um að áhorfendur heima í stofu muni hafa gagn og gaman af."
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira