Er ósjálfrátt inni í stelpumálunum 1. mars 2013 11:00 Viktor Már Leifsson viðurkennir að það getur stundum verið skrýtið að vera eini strákurinn á Samtímadansbraut og segist ósjálfrátt vera inní öllum stelpumálunum. Hann mundi gjarna vilja fá fleiri stráka með sér í námið. Fréttablaðið/stefán Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o „Ég er ósjálfrátt inni í öllum stelpumálunum og fæ að heyra ýmislegt í tímum sem kannski strákar fá almennt ekki að heyra,“ segir Viktor Már Leifsson hlæjandi um þá reynslu sína að vera eini karlkynsnemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Viktor stundar nám á fyrsta ári á samtímdansbrautinni sem er þriggja ára BA-nám. Á yngri árum áttu bardagaíþróttir og körfubolti hug Viktors allan en það var svo er hann sótti á breikdansnámskeið tíu ára gamall sem hann féll fyrir dansinum. „Ég hafði lengi verið forvitinn um dans og fannst mjög gaman að læra breikdans. Ég ákvað svo að fara í Listdansskóla Ísland þegar ég var 18 ára og kom svo hingað í framhaldinu,“ segir Viktor sem vissi vel að hann yrði að öllum líkindum eini strákurinn á brautinni er hann sótti um en hann var eini strákurinn sem þreytti inntökupróf síðastliðið vor. „Það hvatti mig áfram. Mig langaði að vera einn af þeim sem braut ísinn og þetta hefur verið markmiðið frá því að ég var í menntaskóla.“ Viktor dansar bókstaflega frá morgni til kvöld. Nokkrum sinnum í viku sækir hann svo aukalega Caboeira-námskeið, sem er brasilískur bardagadans, og Parkour námskeið. Hann viðurkennir að það fylgja því bæði kostir og gallar að vera eini strákurinn í náminu. Til dæmis er búningsaðstaða Viktors í geymslu sem þó er búið að flikka upp á fyrir hann. „Kosturinn er að ég fæ tækifæri til gera kannski meira en annars. Núna er ég til dæmis að aðstoða þriðja árs nemana í þeirra sýningu sem er gaman. Eftir körfuboltann er ég samt með svo mikið keppnisskap að það væri gaman að hafa samkeppni og fleiri stráka með mér,“ segir Viktor og bætir við að hann heldur framtíðarplönunum opnum. „Ég er smá forvitinn um að fara út í heim og sjá hvað er í boði fyrir dansara þar.“alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira