Stærsta sjávarútvegshöfnin Hjálmar Sveinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun