Stærsta sjávarútvegshöfnin Hjálmar Sveinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun