Barnasálfræðingur kom með söguna 21. febrúar 2013 19:00 "Ég fékk hugmyndina að myndinni veturinn 2000, ég var heima hjá mér í Kaupmannahöfn og þá var skyndilega bankað á hurðina hjá mér. Það var þekktur danskur barnasálfræðingur sem stóð fyrir utan dyrnar og hann spurði mig hvort ég væri sá sem hafði gert myndina Festen. Ég sagði auðvitað já. Þá sagði barnasálfræðingurinn að hann væri með hugmynd að annarri mynd sem ég gæti gert og hann rétti mér mikinn fjölda dómsmála." Svo lýsir leikstjórinn Thomas Vinterberg því hvernig hugmyndin að kvikmyndinni Jagten varð til. Jagten verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Kvikmyndin er hádramatísk og tekst á við erfitt málefni. Mads Mikkelsen sýnir einstakan leik í hlutverki leikskólakennarans Lucas sem sakaður er um barnaníð af lítilli dóttur vinar síns. Lygin breiðist hratt um heimabæ Lucasar og innan skamms er hann orðinn skotmark múgæsings og hann nánast gerður útlægur úr samfélaginu. Með önnur hlutverk fara Thomas Bo Larsen, Annika Wedderkopp og Susse Wold sem snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 27 ára hlé. "Dönsk kvikmyndagerð hefur saknað Susse Wold. Hún hefur verið fjarverandi í 27 ár. Hún er undraverð, falleg og frábær leikari," sagði Vinterberg um Wold. Leikkonan er Íslendingum meðal annars kunn fyrir hlutverk sitt sem Gitte Graa í sjónvarpsþáttunum vinsælu Matador. Jagten var frumsýnd þann 20. maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Hún var þá fyrsta dönskumælandi myndin sem hefur keppt til Gullpálmans frá árinu 1998. Mads Mikkelsen hlaut verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki það árið fyrir túlkun sína á Lucasi. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 91 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og einkunnina 8,3 á vefsíðunni Imdb.com. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég fékk hugmyndina að myndinni veturinn 2000, ég var heima hjá mér í Kaupmannahöfn og þá var skyndilega bankað á hurðina hjá mér. Það var þekktur danskur barnasálfræðingur sem stóð fyrir utan dyrnar og hann spurði mig hvort ég væri sá sem hafði gert myndina Festen. Ég sagði auðvitað já. Þá sagði barnasálfræðingurinn að hann væri með hugmynd að annarri mynd sem ég gæti gert og hann rétti mér mikinn fjölda dómsmála." Svo lýsir leikstjórinn Thomas Vinterberg því hvernig hugmyndin að kvikmyndinni Jagten varð til. Jagten verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Kvikmyndin er hádramatísk og tekst á við erfitt málefni. Mads Mikkelsen sýnir einstakan leik í hlutverki leikskólakennarans Lucas sem sakaður er um barnaníð af lítilli dóttur vinar síns. Lygin breiðist hratt um heimabæ Lucasar og innan skamms er hann orðinn skotmark múgæsings og hann nánast gerður útlægur úr samfélaginu. Með önnur hlutverk fara Thomas Bo Larsen, Annika Wedderkopp og Susse Wold sem snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 27 ára hlé. "Dönsk kvikmyndagerð hefur saknað Susse Wold. Hún hefur verið fjarverandi í 27 ár. Hún er undraverð, falleg og frábær leikari," sagði Vinterberg um Wold. Leikkonan er Íslendingum meðal annars kunn fyrir hlutverk sitt sem Gitte Graa í sjónvarpsþáttunum vinsælu Matador. Jagten var frumsýnd þann 20. maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Hún var þá fyrsta dönskumælandi myndin sem hefur keppt til Gullpálmans frá árinu 1998. Mads Mikkelsen hlaut verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki það árið fyrir túlkun sína á Lucasi. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 91 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og einkunnina 8,3 á vefsíðunni Imdb.com.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira