Lúxusvandamál að velja lög með ELO Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 00:01 ELO var feikivinsæl á seinni hluta síðustu aldar. Jeff Lynne og félagar hans hafa selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. „Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón. Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón.
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning