Ari flýgur aftur til Svíþjóðar 8. febrúar 2013 06:00 gengur vel í svíþjóð Uppistand Ara Eldjárn hefur fallið vel í kramið hjá Svíunum.fréttablaðið/gva Sænski uppistandarinn Johan Glans hefur boðið Ara Eldjárn að hita upp fyrir sig á sex sýningum til viðbótar. Ari hefur þegar hitað upp fyrir Glans á átta sýningum og gekk það svo vel að nærveru hans var óskað á nýjan leik. Uppistandarinn flýgur út til Svíþjóðar í dag og verða sýningarnar haldnar um helgina fyrir framan tuttugu þúsund manns í handboltahöll í borginni Lundi. „Þeir eru alveg að kveikja á þessu,“ segir Ari, spurður út í viðtökur Svíanna við uppistandi hans. Grínið er samt ekki sniðið að Svíunum heldur er það alþjóðlegt með norrænu ívafi. Fyrir vikið verður Ari áfram fjarri góðu gamni frá uppistandssýningum Mið-Íslands í Þjóðleikhússkjallaranum. Þorsteinn Guðmundsson hleypur í skarðið fyrir hann eins og síðast. „Ég neyðist til að stíga til hliðar en Þorsteinn kemur í staðinn. Hann er orðinn staðgengillinn minn. Ég vonast til að geta leyst hann sjálfur af síðar,“ segir hann og hlær. Ari gaf út Humar-gríndisk fyrir jól og seldist hann upp. „Hann var nú ekki gefinn út í svakalega stóru upplagi, kannski þrjú hundruð eintökum. Hann var bara viku í sölu og ég hefði kannski getað selt meira ef ég hefði gefið hann út fyrr.“ - fb Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sænski uppistandarinn Johan Glans hefur boðið Ara Eldjárn að hita upp fyrir sig á sex sýningum til viðbótar. Ari hefur þegar hitað upp fyrir Glans á átta sýningum og gekk það svo vel að nærveru hans var óskað á nýjan leik. Uppistandarinn flýgur út til Svíþjóðar í dag og verða sýningarnar haldnar um helgina fyrir framan tuttugu þúsund manns í handboltahöll í borginni Lundi. „Þeir eru alveg að kveikja á þessu,“ segir Ari, spurður út í viðtökur Svíanna við uppistandi hans. Grínið er samt ekki sniðið að Svíunum heldur er það alþjóðlegt með norrænu ívafi. Fyrir vikið verður Ari áfram fjarri góðu gamni frá uppistandssýningum Mið-Íslands í Þjóðleikhússkjallaranum. Þorsteinn Guðmundsson hleypur í skarðið fyrir hann eins og síðast. „Ég neyðist til að stíga til hliðar en Þorsteinn kemur í staðinn. Hann er orðinn staðgengillinn minn. Ég vonast til að geta leyst hann sjálfur af síðar,“ segir hann og hlær. Ari gaf út Humar-gríndisk fyrir jól og seldist hann upp. „Hann var nú ekki gefinn út í svakalega stóru upplagi, kannski þrjú hundruð eintökum. Hann var bara viku í sölu og ég hefði kannski getað selt meira ef ég hefði gefið hann út fyrr.“ - fb
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira