Fullmótuð heild ógerðra verka Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2013 16:00 Þóroddur Bjarnason. Á sýningunni Ógerð verk sýnir höfundurinn skissur og drög að verkum sem hann á eftir að hrinda í framkvæmd. Á sýningunni verður líka myndband þar sem Þóroddur og Gunnar Hersveinn heimspekingur fara yfir hvert verk fyrir sig og hugmyndina bak við það. Mynd/Stefán Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skissur af verkefnum sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður hefur verið að pæla í síðustu misseri en aldrei litið dagsins ljós eru uppistaða sýningarinnar Ógerðu verkin, sem opnar í Safnaskálanum á Akranesi í dag. Alls eru 34 teikningar með penna, blýanti og vatnslit á pappír á sýningunni. "Þetta er hugsað sem innsetning," segir Þóroddur, sem er ættaður frá Akranesi og er að halda sína fyrstu einkasýningu þar í bæ. "Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert eitthvað sem veitti innsýn í hvernig ég hugsa sem myndlistarmaður en er um leið heildstætt verk til samræmis við það sem ég hef gert áður. Þá duttu mér í hug þessi ógerðu verk, það er að segja verk sem byggja á hugmyndum sem eru tilbúnar en á eftir að hrinda í framkvæmd." Sýningar á ókláruðum verkum eru þekktar en yfirleitt haldnar að listamanninum látnum. "Já, þetta er óvenjulegt að því leyti að ég er enn ekki kominn undir græna torfu en þarna fannst mér þetta henta vel í svona stóru sýningarrými. Á sýningunni er líka myndband þar sem ég ræði við Gunnar Hersvein heimspeking og vin minn um hvert verk fyrir sig og fer yfir hvað ég var að pæla." Sýningin vekur spurningar um upphaf og endi, til dæmis hvort verk sem er hálfklárað af hálfu höfundar sé fullklárað í augum áhorfandans. "Það má kannski líta á sýninguna í heild sem fullklárað verk en ef ég færi að vinna hvert verk eitthvað áfram myndi það sjálfsagt þróast í einhverjar aðrar áttir, eins og gerist alltaf. En þarna er maður kannski búinn að setja ákveðinn punkt til að staðnæmast við." Þóroddur segist vel geta hugsað sér að ljúka við öll verkin á sýningunni fái hann tækifæri til þess. "Ef einhver býður mér að setja þau upp væri ég reiðubúinn í það. Þetta eru allt verk sem ég er búinn að hugsa nógu langt til að geta hrint þeim í framkvæmd." Sýningin Ógerð verk stendur til 24. febrúar í Safnaskálanum.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira