Beinir linsunni að listakonum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 11:00 Hulda Sif Ásmundsdóttir myndaði 33 listakonur á aldrinum 25-35 ára fyrir útskriftarverkefni sitt úr Ljósmyndaskólanum. Fréttablaðið/gva „Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram." Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég var svolítið að ögra sjálfri mér með verkefninu en einhvern veginn hefur mér hingað til þótt erfiðara að mynda stelpur en stráka. Ég veit ekki alveg af hverju en það á ekki við lengur," segir Hulda Sif Ásmundsdóttir, sem er ein af nemendum Ljósmyndaskólans og sýnir verk sitt í útskriftarsýningu skólans sem hefst um helgina. Lokaverkefni Huldu Sifjar er portrettmyndir af 33 íslenskum listakonum á aldrinum 25-35 ára. Myndirnar voru teknar þar sem list þeirra verður til, á heimilinu eða vinnustofum. Í verkefninu taka meðal annarra þátt myndlistarkonur, dansarar, teiknimyndahönnuður og tónlistarkonur sem allar eiga það sameiginlegt að lifa af listinni. „Mig hefur lengi langað til að gera einhvers konar portrettseríu og taka fyrir stelpur af minni kynslóð. Það var því kjörið að gera það að lokaverkefninu mínu. Markmiðið var að varpa ljósi á allar þessar kláru stelpur og þeirra list. Þetta gekk framar vonum og flestir sem ég hafði samband við tóku vel á móti mér," segir Hulda Sif og bætir við að hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu í gegnum allt ferlið. „Mér fannst mikilvægt að fara til þeirra og mynda stelpurnar þar sem sköpunin á sér stað. Það var líka til að ögra sjálfri mér, hafa samband við ókunnuga og mynda þær á sínum heimavelli." Hulda Sif eltist meðal annars við íslenskar listakonur búsettar í Kaupmannahöfn og Berlín er hún vann að verkefninu í haust sem eykur fjölbreytnina. Hún er ánægð með útkomuna en ferlið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. „Harði diskurinn minn ákvað að hrynja fyrir tveimur vikum síðan og ég endaði með að þurfa að taka myndir af fjórum listakonum aftur. Þær voru sem betur fer allar á landinu og tóku þessum leiðindum vel. Það var smá paník ástand svona rétt fyrir sýninguna." Á sýningunni verða 15 myndir prentaðar og rammaðar inn en svo hefur Hulda Sif látið útbúa bók með öllum 33 myndunum sem verður á sýningunni. „Ég finn á mér að bókin er enn þá verk í vinnslu enda listinn yfir stelpurnar ekki tæmandi og svo mörg fleiri nöfn sem eiga heima þarna. Það er aldrei að vita hvað verður úr þessu." Fjölbreytnin er í fyrirrúmi á lokasýningu Ljósmyndaskólans þar sem viðfangsefnin eru portrett, skrásetning, persónuleg sjálfsskoðun, tískumyndir og landslagsljósmyndun. Sýningin hefst á laugardaginn klukkan 15 og er til húsa í Hugmyndahúsi Háskólanna að Grandagarði 2. Hún stendur til 10. febrúar. Spurð hvað tekur við að loknu náminu stendur ekki á svari hjá Huldu Sif. „Mig langar að mynda og ég vona að ég fái tækifæri til að gera það áfram."
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira