Mjúk og róleg gæðatónlist Trausti Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 16:00 Monterey. Time Passing Time. Tónlist. Time Passing Time. Monterey. Eigin útgáfa Monterey er hljómsveit úr Breiðholtinu sem hefur verið starfandi í ein fimm ár, en hét upphaflega April. Árið 2011 var nafninu breytt í Monterey og upptökur hófust á plötunni Time Passing Time sem er fyrsta plata sveitarinnar. Monterey er smábær í nágrenni San Francisco sem er þekktur fyrir Monterey-jasshátíðina og Monterey Pop Festivalið. Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason gítarleikari úr hljómsveitinni Ég, en aðrir meðlimir eru einnig í þeirri sveit. Monterey er ólík Ég. Tónlistin er rólegri og mýkri og rödd Steindórs er ólík rödd Róberts, söngvara Ég. Textarnir eru líka allir á ensku hjá Monterey og umfjöllunarefnin ólík. Þetta er mjög flott plata, sannkallaður gæðagripur. Lögin eru flest hæg. Þau lulla áfram með snyrtilegu gítarspili og nettum hljómborðsleik. Þetta er ein af þessum plötum sem sækja í popptónlist fortíðarinnar með afgerandi hætti. Tónlistin á Time Passing Time minnir oft á popptónlist áttunda áratugarins. Pink Floyd á Wish You Were Here kemur strax upp í hugann (t.d. í upphafslaginu Moving On og í hinu frábæra Don't Shoot). Platan hefur mjög sterkan heildarsvip sem kemur til af hljómi hennar og af því að lögin eru flest í svipuðu tempói. Lagið Jesus (Like Me) er undantekningin. Það byrjar frekar rólega, en svo brestur á með fönkuðum kafla þar sem "wah-wah"-gítar og saxófónsóló eru í aðalhlutverki. Mjög flott lag. Hljómurinn á Time Passing Time er einstaklega góður. Hann er bæði mjúkur og djúpur. Það var Eberg sem hljóðblandaði og hljóðjafnaði og hefur greinilega leyst það verk sérlega vel af hendi. Á heildina litið er Time Passing Time frábær plata, jafn góð og hún er óvænt. Hljómsveitin Ég er greinilega stútfull af hæfileikamönnum. Niðurstaða: Fjórir af meðlimum hljómsveitarinnar Ég með flotta plötu sem er allt öðruvísi en Ég. Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Time Passing Time. Monterey. Eigin útgáfa Monterey er hljómsveit úr Breiðholtinu sem hefur verið starfandi í ein fimm ár, en hét upphaflega April. Árið 2011 var nafninu breytt í Monterey og upptökur hófust á plötunni Time Passing Time sem er fyrsta plata sveitarinnar. Monterey er smábær í nágrenni San Francisco sem er þekktur fyrir Monterey-jasshátíðina og Monterey Pop Festivalið. Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason gítarleikari úr hljómsveitinni Ég, en aðrir meðlimir eru einnig í þeirri sveit. Monterey er ólík Ég. Tónlistin er rólegri og mýkri og rödd Steindórs er ólík rödd Róberts, söngvara Ég. Textarnir eru líka allir á ensku hjá Monterey og umfjöllunarefnin ólík. Þetta er mjög flott plata, sannkallaður gæðagripur. Lögin eru flest hæg. Þau lulla áfram með snyrtilegu gítarspili og nettum hljómborðsleik. Þetta er ein af þessum plötum sem sækja í popptónlist fortíðarinnar með afgerandi hætti. Tónlistin á Time Passing Time minnir oft á popptónlist áttunda áratugarins. Pink Floyd á Wish You Were Here kemur strax upp í hugann (t.d. í upphafslaginu Moving On og í hinu frábæra Don't Shoot). Platan hefur mjög sterkan heildarsvip sem kemur til af hljómi hennar og af því að lögin eru flest í svipuðu tempói. Lagið Jesus (Like Me) er undantekningin. Það byrjar frekar rólega, en svo brestur á með fönkuðum kafla þar sem "wah-wah"-gítar og saxófónsóló eru í aðalhlutverki. Mjög flott lag. Hljómurinn á Time Passing Time er einstaklega góður. Hann er bæði mjúkur og djúpur. Það var Eberg sem hljóðblandaði og hljóðjafnaði og hefur greinilega leyst það verk sérlega vel af hendi. Á heildina litið er Time Passing Time frábær plata, jafn góð og hún er óvænt. Hljómsveitin Ég er greinilega stútfull af hæfileikamönnum. Niðurstaða: Fjórir af meðlimum hljómsveitarinnar Ég með flotta plötu sem er allt öðruvísi en Ég.
Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira