Gerðu hryllingskitlu í Haukadal Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira