Spagettívestri sem fjallar um erfiða sögu Bandaríkjanna Sara McMahon skrifar 17. janúar 2013 06:00 Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarantino, en hann skrifar einnig handritið. Tarantino endurnýjar hér samstarf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. Django Unchained gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna tveimur árum fyrir borgarastríðið og segir frá vináttu þrælsins Django og þýska hausaveiðarans og fyrrum tannlæknisins King Schultz. Tannlæknirinn hefur uppi á Django í von um að hann aðstoði sig við leitina að eftirlýstum glæpamönnum sem kallast Brittle-bræður. Django hafði áður orðið fyrir barðinu á þeim bræðrum og þekkir þá því í sjón, nokkuð sem Schultz gerir ekki. Schultz kaupir Django með því loforði að hann muni öðlast frelsi þegar Brittle-bræðurnir eru allir. Þegar Django hefur öðlast frelsi sitt slæst hann í för með Schultz með því skilyrði að þegar vetri lýkur munu þeir hætta hausaveiðunum um stund og hafa uppi á eiginkonu Djangos sem seld var í þrældóm til alræmds þrælahaldara að nafni Calvin J. Candie.Leonardo DiCaprio.Það er Jamie Foxx sem fer með hlutverk Django og austurríski leikarinn Christoph Waltz fer með hlutverk King Schultz. Kerry Washington fer með hlutverk hinnar þýskumælandi eiginkonu Django, Broomhildu von Shaft og með önnur hlutverk fara leikararnir Samuel L. Jackson og Leonardo DiCaprio. Leikstjórn og handritsskrif voru í höndum Quentins Tarantino sem talaði um myndina fyrst í viðtali við The Daily Telegraph árið 2007. "Mig langar að búa til kvikmyndir sem gera hræðilega sögu Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en mig langar að gera þær í anda spagettívestranna. Ég vil gera mynd sem fellur inn í ákveðna kvikmyndagrein en tekur um leið á öllu því sem Bandaríkin hafa ekki tekist á við vegna skammar," sagði Tarantino. Samuel L. Jackson og Kerry Washington.Myndin hefur fengið góða dóma meðal gagnrýnenda og á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur hún 89 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 94 prósent frá hinum almenna áhorfanda. Á vefsíðunni Imdb.com fær hún 8,9 í einkunn og má því ætla að Tarantino muni sem fyrr ekki svíkja aðdáendur sína.Jamie Foxx í hlutverki Django.Mikið gekk á við tökurnar enda skartar myndin blóðbaði að hætti Tarantino. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarantino, en hann skrifar einnig handritið. Tarantino endurnýjar hér samstarf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. Django Unchained gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna tveimur árum fyrir borgarastríðið og segir frá vináttu þrælsins Django og þýska hausaveiðarans og fyrrum tannlæknisins King Schultz. Tannlæknirinn hefur uppi á Django í von um að hann aðstoði sig við leitina að eftirlýstum glæpamönnum sem kallast Brittle-bræður. Django hafði áður orðið fyrir barðinu á þeim bræðrum og þekkir þá því í sjón, nokkuð sem Schultz gerir ekki. Schultz kaupir Django með því loforði að hann muni öðlast frelsi þegar Brittle-bræðurnir eru allir. Þegar Django hefur öðlast frelsi sitt slæst hann í för með Schultz með því skilyrði að þegar vetri lýkur munu þeir hætta hausaveiðunum um stund og hafa uppi á eiginkonu Djangos sem seld var í þrældóm til alræmds þrælahaldara að nafni Calvin J. Candie.Leonardo DiCaprio.Það er Jamie Foxx sem fer með hlutverk Django og austurríski leikarinn Christoph Waltz fer með hlutverk King Schultz. Kerry Washington fer með hlutverk hinnar þýskumælandi eiginkonu Django, Broomhildu von Shaft og með önnur hlutverk fara leikararnir Samuel L. Jackson og Leonardo DiCaprio. Leikstjórn og handritsskrif voru í höndum Quentins Tarantino sem talaði um myndina fyrst í viðtali við The Daily Telegraph árið 2007. "Mig langar að búa til kvikmyndir sem gera hræðilega sögu Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en mig langar að gera þær í anda spagettívestranna. Ég vil gera mynd sem fellur inn í ákveðna kvikmyndagrein en tekur um leið á öllu því sem Bandaríkin hafa ekki tekist á við vegna skammar," sagði Tarantino. Samuel L. Jackson og Kerry Washington.Myndin hefur fengið góða dóma meðal gagnrýnenda og á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur hún 89 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 94 prósent frá hinum almenna áhorfanda. Á vefsíðunni Imdb.com fær hún 8,9 í einkunn og má því ætla að Tarantino muni sem fyrr ekki svíkja aðdáendur sína.Jamie Foxx í hlutverki Django.Mikið gekk á við tökurnar enda skartar myndin blóðbaði að hætti Tarantino.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira