Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2013 16:00 „Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira