NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. desember 2013 11:00 LeBron James í baráttunni við Nick Young í leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í gær. Í tilefni jóladags voru öll liðin í sérstökum stutterma jólatreyjum. Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn