Fjórða kynningartilraunin á Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 09:15 Alfa Romeo Mito og Alfa Romeo Guillietta Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent
Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent