Fjórða kynningartilraunin á Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 09:15 Alfa Romeo Mito og Alfa Romeo Guillietta Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira