Bon Jovi með tekjuhæstu tónleikaferðina 16. desember 2013 10:09 Lengi lifir í gömlu glæðunum hjá Bon Jovi. MYND/EPA Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira