Sigríður Thorlacius bætir við aukatónleikum í kvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. desember 2013 13:25 Sigríður Thorlacius Fréttablaðið/Daníel Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira