Óttaðist um líf sitt Telma Tómasson skrifar 5. desember 2013 16:00 Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma. Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma.
Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira