Patrekur sendir alla leikmenn Hauka í Foam flex tíma á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 23:06 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir þriggja marka endurkomusigur á Fram, 20-17. Fram var 15-9 yfir þegar sautján mínútur voru til leiksloka en Haukar fóru þá í gang og unnu lokakafla leiksins 11-2. „Það verður ekki frí hjá strákunum á morgun því við förum saman í líkamsræktarstöðina Hress þar sem farið verður í Foam flex klukkan 16.30," sagði Patrekur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er sniðugur tími hjá Nonna í Hress vini mínum. Það er heitt inn í salnum og þeir eru að nota þessaer rúllur sem allir eru með. Þetta er nuddtími í klukkutíma," sagði Patrekur. En hvað er Foam flex? "Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger-punktum sem stuðla að skjótari bata og fyrirbyggjandi meiðslahættu ásamt auknum liðleika," segir um þennan tíma á heimsíðu líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði. „Á laugardaginn tókum við síðan ágætis æfingu og undirbúum okkur fyrir Víkingsleikinn sem er á sunnudaginn," sagði Patrekur en Haukar mæta þá 1. deildarliði Víkinga í bikarkeppninni. „Ég er með ungt lið. Það fóru fimm til sex eldri leikmenn frá liðinu og við tókum marga unga inn. Ég er að reyna að kenna strákunum að það er ekki bara næsti leikur sem skiptir máli heldur næsta æfing og hvað menn gera á milli æfinga og leikja. Það er það sem telur ef menn ætla að ná í landslið og á toppinn því þá verða menn að lifa eins og atvinnumenn. Ég er að reyna að kenna þeim það," sagði Patrekur sem sjálfur á að baki frábæran feril sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir þriggja marka endurkomusigur á Fram, 20-17. Fram var 15-9 yfir þegar sautján mínútur voru til leiksloka en Haukar fóru þá í gang og unnu lokakafla leiksins 11-2. „Það verður ekki frí hjá strákunum á morgun því við förum saman í líkamsræktarstöðina Hress þar sem farið verður í Foam flex klukkan 16.30," sagði Patrekur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er sniðugur tími hjá Nonna í Hress vini mínum. Það er heitt inn í salnum og þeir eru að nota þessaer rúllur sem allir eru með. Þetta er nuddtími í klukkutíma," sagði Patrekur. En hvað er Foam flex? "Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger-punktum sem stuðla að skjótari bata og fyrirbyggjandi meiðslahættu ásamt auknum liðleika," segir um þennan tíma á heimsíðu líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði. „Á laugardaginn tókum við síðan ágætis æfingu og undirbúum okkur fyrir Víkingsleikinn sem er á sunnudaginn," sagði Patrekur en Haukar mæta þá 1. deildarliði Víkinga í bikarkeppninni. „Ég er með ungt lið. Það fóru fimm til sex eldri leikmenn frá liðinu og við tókum marga unga inn. Ég er að reyna að kenna strákunum að það er ekki bara næsti leikur sem skiptir máli heldur næsta æfing og hvað menn gera á milli æfinga og leikja. Það er það sem telur ef menn ætla að ná í landslið og á toppinn því þá verða menn að lifa eins og atvinnumenn. Ég er að reyna að kenna þeim það," sagði Patrekur sem sjálfur á að baki frábæran feril sem atvinnumaður og landsliðsmaður.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti