Walter hefði betur hlustað á Saul – Nýir þættir um lögmanninn í framleiðslu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 10:33 Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. mynd/365 Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira