Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Sviss 26-21 | Flottur sigur á Sviss 30. nóvember 2013 13:21 Þórey Rósa Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Íslands. Mynd/Stefán Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.” Íslenski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Ísland vann Sviss í vináttulandsleik liðanna á Seltjarnanesi í dag. Leikurinn var þriðji leikurinn á þremur dögunum hjá liðunum, en lokatölur í dag urðu 26-21. Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk og Florentina Stanciu átti frábæran leik í marki Íslands og varði fimmtán skot. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og réði lögum og lofum í byrjun. Liðið spilaði sterkan varnarleik og sóknarleikurinn flaut vel. Okkar stúlkur komust í 5-0 og fyrsta mark gestanna kom eftir tæpar tólf mínútu. Segir allt sem segja þarf um frábæran varnarleik stelpnanna. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddu stelpurnar með fjórum mörkum og þá var þjálfara Sviss, Jesper Holmris, nóg boðið í bili og tók leikhlé. Þær bláklæddu héldu þó sínum takti og þegar tíu mínútur voru til leikhlés leiddu þær með fimm marka mun, 9-4. Stelpurnar slökuðu þó aðeins á og gestirnir náðu hraðaupphlaupum og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Þá bitu okkar stelpur aftur frá sér og skoruðu tvö mörk í röð og komu muninum aftur í fjögur mörk, þannig var hann í hálfleik en íslensku stelpurnar leiddu 14-10. Karen Knútsdóttir skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og jók muninn í fimm mörk. Þá var ekki aftur snúið, en Arna Sif kom heimastúlkum í 19-12. Vörn liðsins byrjaði aftur að smella í upphafi síðari hálfleiks eftir smá lægð um miðbik fyrri hálfleiks. Íslenska liðið fékk í kjölfarið tvær brottvísanir með stuttu millibili, en náðu þó að halda dampi forystu og þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Íslendingar með fimm mörkum, 22-17. Heimastúlkur héldu svo forystunni nánast óbreytti út leikinn og lokatölur urðu Frábær varnaleikur var lykillinn að sigri Íslands, en hann var virkilega agaður og sóknarleikurinn einnig fínn. Margar leikmenn Íslands áttu virkilega góðan dag. Unnur Ómarsdóttir stimplaði sig rækilega inn í vinstra hornið, en hún var frábær. Arna Sif átti góðan dag á línunni, Karen Knútsdóttir stóð sig vel á miðjunni og svo gjörsamlega lokaði Florentina Stanciu markinu, mörg hver úr dauðafærum. Birna Berg hefur oft skorað meira, en spilaði liðsfélagana sína oft frábærlega uppi og náði hún vel með línumönnunum, Örnu Sif og Hildigunni. Svo mætti lengi telja áfram. Svokallaður liðsheildarsigur.Markaskorarar Íslands: Unnur Ómarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.Varin skot: Florentina Stanciu 15. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslands: Heilsteyptasti leikurinn„Vörnin var mjög góð, bæði sex núll og fimm plús einn. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra mikið af hraðaupphlaupum. Við vildum láta reyna á það í dag, að keyra aðeins meira hraða og það tókst vel," sagði Ágúst við blaðamann Vísi strax að leik loknum. „Þetta var heilsteyptasti leikurinn af þessum þrem. Bæði varnar- og sóknarlega spiluðum við vel, það stigu fleiri upp sóknarlega og mér fannst þetta heilt yfir mjög gott.” Alls komust átta útileikmenn á blað og Ágúst var ánægður með það. ,,Við erum að skora úr flest öllum stöðum. Karen er að spila virkilega vel, Unnur var að koma flott inn í horninu og línumennirnir voru að spila vel. Það er margt jákvætt.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira