Tekur 2-3 vikur að læra að hakka sig inn á svona síður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 16:47 „Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira