Stikla úr þriðju þáttaröð Girls 22. nóvember 2013 19:00 HBO-sjónvarpsþáttaserían vinsæla GIRLS gaf í dag út stiklu fyrir þriðju þáttaröðina sem er væntanleg von bráðar. Í stiklunni er að finna ýmsar ráðleggingar um lífið frá höfundi og aðalleikkonu þáttanna, Lenu Dunham.Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni í byrjun árs. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni.Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina.„Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Manhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Golden Globes Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
HBO-sjónvarpsþáttaserían vinsæla GIRLS gaf í dag út stiklu fyrir þriðju þáttaröðina sem er væntanleg von bráðar. Í stiklunni er að finna ýmsar ráðleggingar um lífið frá höfundi og aðalleikkonu þáttanna, Lenu Dunham.Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni í byrjun árs. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni.Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina.„Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Manhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls.
Golden Globes Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira