Næsti Subaru Outback? Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 08:30 Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent
Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent