Næsti Subaru Outback? Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2013 08:30 Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Einn af vinsælli bílum Subaru í hartnær 20 ár er Outback langbakurinn. Subaru Outback hefur selst mjög vel í Bandaríkjunum allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1994. Því kemur það ef til vill ekki á óvart að sá bíll sem sýnist vera ný gerð hans er greinilega hannaður fyrir markaðinn þar. Þessi bíll hefur reyndar fengið nafnið Levorg og var kynntur á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir. Hann er að sögn Subaru tilraunabíll, en virðist engu að síður tilbúinn í framleiðslu. Velja má um tvær gerðir véla í bílnum, 1,6 lítra forþjöppudrifna boxer vél sem er 168 hestöfl og svo geysiöfluga 2,0 lítra boxer vél, einnig með forþjöppu, sem skilar einum 296 hestöflum. Þar fer sannarlega kraftaköggull. Í núverandi Subaru Outback er hægt að fá 3,6 lítra 6 strokka vél sem er 256 hestöfl og því er undarlegt að 2,0 lítra nýja vélin sé 40 hestöflum aflmeiri, með nær helmingi minna sprengirými. Þessi vél verður einnig í boði í Subaru Forester XT. Ekki er að efa að þessar tvær nýju vélar eyða minna en þær sem þær leysa af hólmi.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent