Lily Allen hæðist að fáránlegum væntingum til kvenna í nýju lagi 12. nóvember 2013 23:45 Lily Allen AFP/NordicPhotos Breska poppstjarnan Lily Allen gaf út í dag nýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið heitir Hard Out Here og fjallar um fáránlegar væntingar sem eru gerðar til kvenna, í tónlistariðnaðnum og í samfélaginu í heild sinni. Allen hæðist meðal annars að forpokuðum karlmönnum sem tala opinskátt um kynlíf sitt á meðan þeir kalla kvenmenn sem gera það sama, druslur. Í textanum segir meðal annars: „Þú ættir örugglega að léttast aðeins, því að við sjáum ekki beinin á þér. Þú ættir að laga andlitið á þér, annars endarðu ein.“ En það er einnig sögn í myndbandinu við lagið, þar sem Allen þarf fyrst að þola háðsglósur umboðsmanns síns fyrir að þyngjast á meðgöngu en snýr svo vörn i sókn. Á einum tímapunkti stafa stórar, silfurlitaðar blöðrur í myndbandinu „Lily Allen has a baggy pussy,“ sem útleggst á íslensku: Lily Allen er með pokalega píku. Söngkonan, sem er tuttugu og átta ára, tilkynnti að hún myndi taka hlé á upptökum eftir að hún gaf út plötuna It's Not Me, It's You, árið 2009. Síðan hafa Lily Allen og eiginmaður hennar, Sam Cooper, eignast tvær dætur. Tónlistarmyndbandið er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska poppstjarnan Lily Allen gaf út í dag nýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið heitir Hard Out Here og fjallar um fáránlegar væntingar sem eru gerðar til kvenna, í tónlistariðnaðnum og í samfélaginu í heild sinni. Allen hæðist meðal annars að forpokuðum karlmönnum sem tala opinskátt um kynlíf sitt á meðan þeir kalla kvenmenn sem gera það sama, druslur. Í textanum segir meðal annars: „Þú ættir örugglega að léttast aðeins, því að við sjáum ekki beinin á þér. Þú ættir að laga andlitið á þér, annars endarðu ein.“ En það er einnig sögn í myndbandinu við lagið, þar sem Allen þarf fyrst að þola háðsglósur umboðsmanns síns fyrir að þyngjast á meðgöngu en snýr svo vörn i sókn. Á einum tímapunkti stafa stórar, silfurlitaðar blöðrur í myndbandinu „Lily Allen has a baggy pussy,“ sem útleggst á íslensku: Lily Allen er með pokalega píku. Söngkonan, sem er tuttugu og átta ára, tilkynnti að hún myndi taka hlé á upptökum eftir að hún gaf út plötuna It's Not Me, It's You, árið 2009. Síðan hafa Lily Allen og eiginmaður hennar, Sam Cooper, eignast tvær dætur. Tónlistarmyndbandið er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira