Matreiðslubókaárið mikla Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2013 16:02 Bryndís Loftsdóttir segir að nú séu að koma út 28 matreiðslubækur sem er algjört met. Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira