Emirates kynnir mestu flugvélakaup sögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2013 16:59 Eigandi flugfélagsins, emírinn í Dubai, Mohammed Bin Rashid al-Maktoum, mætir á flugsýninguna í dag. Airbus A380 í bakgrunni. Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Emirates-flugfélagið í Dubai tilkynnti í dag um að það hefði samið um kaup á 200 risaþotum, þar af 150 Boeing 777X-þotum og 50 Airbus A380-þotum, sem eru stærstu farþegavélar heims. Þetta eru mestu flugvélakaup sögunnar, upp á samtals 12 þúsund milljarða íslenskra króna, en Boeing fær 76 milljarða dollara í sinn hlut og Airbus 23 milljarða dollara. Tilkynnt var um kaupin á flugsýningu í Dubai en Emirates-flugfélagið er í eigu emírsins þar í landi. Kaupin þýða að Emirates verður stærsti flugrekandi bæði Boeing 777 og Airbus A380. Með þessari viðbót er Emirates samtals búið að panta 140 þotur af gerðinni Airbus A380, en það er þegar komið með 39 slíkar í rekstur, fleiri en nokkurt annað flugfélag. Vélarnar eru með 40% stærra farþegarými en næst stærsta farþegavél heims, Boeing 747, og eru innréttaðar fyrir 525 til 850 farþega á tveimur hæðum. Boeing-menn höfðu þó meiri ástæðu til að fagna í dag og þeir fullyrða að aldrei í flugsögunni hafi ný gerð af farþegaþotu fengið jafn góðar viðtökur í dollurum mælt og Boeing 777X. Vélarnar munu koma í tveimur gerðum, með 350 sætum og 406 sætum.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur