Kubica byrjar á skelli í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:38 Citroën bíll Kubica á þakinu eftir veltuna. Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent
Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent