Kubica byrjar á skelli í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:38 Citroën bíll Kubica á þakinu eftir veltuna. Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent
Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent