Iceland Airwaves: Árstíðir flytja Heyr, himna smiður Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. nóvember 2013 09:52 Árstíðir komu fram á Iceland Airwaves í gær og lék sveitin í Gamla Bíó sem er nýr tónleikastaður á hátíðinni. Góður rómur var gerður af tónleikum Árstíða sem hafa undanfarin misseri verið á tónleikaferðalagi í Evrópu. Söngur sveitarinnar á sálminum Heyr, himna smiður hefur vakið athygli en allir meðlimir sveitarinnar taka þátt í að syngja sálm eftir Kolbein Tumason sem talinn er vera ortur skömmu fyrir Víðinesbardaga árið 1208. Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag við sálminn. Heyra má flutning Árstíða á sálminum í myndbandinu hér að ofan. Hljómsveitina Árstíðir skipa Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árstíðir komu fram á Iceland Airwaves í gær og lék sveitin í Gamla Bíó sem er nýr tónleikastaður á hátíðinni. Góður rómur var gerður af tónleikum Árstíða sem hafa undanfarin misseri verið á tónleikaferðalagi í Evrópu. Söngur sveitarinnar á sálminum Heyr, himna smiður hefur vakið athygli en allir meðlimir sveitarinnar taka þátt í að syngja sálm eftir Kolbein Tumason sem talinn er vera ortur skömmu fyrir Víðinesbardaga árið 1208. Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag við sálminn. Heyra má flutning Árstíða á sálminum í myndbandinu hér að ofan. Hljómsveitina Árstíðir skipa Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira