Sjálfsmark réð úrslitum í NFL-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 14:15 Cameron Wake fagnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira