Vonast til að feta í fótspor Of Monsters and Men Bjarki Ármannsson skrifar 1. nóvember 2013 15:00 Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira