Honda eykur hagnað um 46% Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 15:15 Honda Civic. Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur