Sálarró Ásgeirs Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 11:04 Ásgeir Trausti lék á Iceland Airwaves í ár. Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki. Gagnrýni Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki.
Gagnrýni Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira