Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 29-21 | HK sá ekki til sólar Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 7. nóvember 2013 09:59 Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik." Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Frábær byrjun síðari hálfleiks var lykillinn að sigri Hauka gegn HK í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 29-21 fyrir heimamenn í Haukum. Staðan í hálfleik var 12-7. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik þó Haukarnir hefðu ávallt verið skrefi á undan gestunum. HK skoraði fyrsta markið en eftir það tóku Haukarnir forystuna og héldu henni út allan leikinn. Í upphafi síðari hálfleiks var eins og heimamenn hefðu skipt úr þriðja í fimmta gír og þeir gjörsamlega keyrðu yfir lánlaust HK-lið. 8-1 kafli og staðan orðin 20-8 og ballinu svo gott sem lokið. Eftir það rokkaði munurinn smá en endaði svo í átta marka sigri, en Haukarnir slökuðu á undir lokin við litla hrifningu þjálfarans, Patreks Jóhannessonar. Sigurbergur Sveinsson átti fínan dag í liði Hauka og skoraði sex mörk. Þeir Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Bamruk komu næstir með fjögur mörk. Allir útileikmenn liðsins skoruðu nema Jónatan Ingi Jónsson. Einnig er vert að minnast á markvörðinn Giedrius Morkunas sem var með yfir 60% markvörslu á afmælisdegi sínum. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var algjör yfirburðarmaður í liði HK, en hann tæpan helming marka liðsins eða tíu talsins. Næstur kom Atli Karl Bachmann. HK enn á botninum án sigurs, á meðan Haukarnir eru á toppnumPatrekur: Eigum að geta gert betur "Ég er ánægður með sigurinn og tvö stig, en við eigum að geta spilað betur. Við vorum staðir í byrjun og áttum í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Þetta var svolítið hægt, en byrjunin í síðari hálfleik var mjög góð. Þá náðum við að sýna hvað við getum og varnarleikurinn var þá góður og markvarslan fín. Stigin eru góð, en við eigum að geta gert betur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Aðspurður hvað hann sæi helst jákvætt við leikinn í dag svaraði Patrekur. "Það eru nátturlega bara tvö stigin sem við fáum. Það er sama hvort maður spilar illa eða vel og vinnur, þú færð alltaf tvö stig - þetta snýst um að ná í stig. Varnarlega vorum við ekki alveg að klára brotin sérstaklega í lok leiksins. Jákvæða er byrjunin í síðari hálfleik þar sem við klárum leik. "Toppurinn er okkar, en það er bara 1/3 búinn. Þetta er allt svo þétt, þetta er bara rétt að byrja. Það er nóg eftir og við þurfum bara koma miklu grimmari í næsta leik," sagði Patrekur við Vísi að lokum.Samúel: Vissum að þetta yrði erfiður vetur "Ég varð bara fyrir smá vonbrigðum fyrir hönd strákana. Mér fannst þeir spila flottan fyrri hálfleik, komu með rétt hugarfar inn í leikinn, en við brotnum bara alltof auðveldlega. Eftir fimm mínútur í síðari hálfleik sérðu hvert leikurinn stendur. Það er komið ákveðið vonleysi í okkar leik, sérstaklega sóknarlega og það smitar bara út frá sér," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. "Við náum ekki að leysa varnarleikinn hjá þeim, 6-0, þarna í byrjun síðari hálfleik. Það kom mér smá á óvart því það hefur ekki verið nein vandræði fyrir okkur hingað til. Það er bara það sem skilur á milli og þeir skora 9-1 eða eitthvað álíka og þá sérðu bara hvert þetta er að fara." Er Samúel orðinn stressaður að fyrsti sigurinn sé ekkert á leiðinni strax? "Ég ætla ekkert að neita því að ég væri alveg til í að vera með einn eða tvo. Við vissum að þetta yrði erfiður vetur og við erum bara vinna að ná mestu út úr okkar leikmönnum og reyna finna leiðir til að kveikja á eitthverjum neista og finna lausnir á þeim vanda sem er í okkar leik."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira