Benedikt Erlingsson valinn besti leikstjórinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. október 2013 11:28 Friðrik Þór og Benedikt Erlingsson. Vísir/Vilhelm Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira