Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum Þorgils Jónsson skrifar 10. október 2013 09:05 Kaupahéðnar virðast bjartsýnir á lausn fjárlaga- og skuldadeilunnar í Bandaríikj Mynd/AP Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira